Í kvöld, föstudaginn 3. mars, mun Snæfell mæta í Schenkerhöllina og etja kappi við Haukaliðið í Dominos deild karla.
Leikurinn er afar mikilvægur fyrir Hauka þar sem liðið situr í 11 sæti, fallsæti, og getur með sigri komist yfir Skallagrim og í það 10 og jafnframt úr fallsætinu.
Strákarnir eru staðráðnir i því að mæta grimmir til leiks, hafa æft vel í vikunni og undirbúið sig vel.
Lið Snæfells er fallið og hefur ekki unnið leik í deildinni en ætlar sér örugglega að reyna að ná í sinn fyrsta sigur í kvöld en ljóst er að lið Hauka er sterkara og því þurfa okkar leikmenn að koma vel einbeittir til leiks og halda einbeitinu allan tímann.
Við hvetjum allt Haukafólk að mæta á leikinn og hvetja strákana, það er skyldumæting.
Mæta snemma og fá sér börger og ræða málin.
Áfram Haukar.