Meistaraflokkur karla sigraði Selfoss 3 – 2 og tryggði sér þar með sæti í úrvalsdeild á næsta ári. Strákarnir okkar hafa spilað frábærlega í sumar og árangurinn er glæsilegur. Mikill meirihluti leikmanna er alinn upp hjá félaginu. Heimasíðan óskar strákunum til hamingju með glæsilegan árangur og okkur hlakkar til að fylgjast með þeim í Pepsi deildinni á næsta ári. Hjá strákunum, eins og stelpunum, er stefnan áfram sett upp á við. Haukar er einn stærsti íþróttaklúbbur landsins og við erum í þessu til að spila um topp sæti. Áfram Haukar.