Strákarnir unnu Mosfellinga

Í gær unnu strákarnir okkar lið UMFA á útivelli 30-24.

Okkar menn skoruðu fyrsta markið en heimamenn voru fljótir að snúa blaðinu við og komust í 5-3 og síðar 8-6. Okkar menn náðu að jafna 8-8 og komust svo loks yfir í stöðunni 9-10. Staðan í hálfleik var 12-15.

Okkar menn gáfu í í byrjun síðari hálfleiks og komust í 6 marka forystu um miðjan hálfleikinn, 22-16. Þeir héldu þeirri forystu út leikinn og sigruðu að lokum eins og áður sagði 30-24.

Markahæstur í okkar liði var Arnar Jón með 8 mörk. Andri Stefan, Freyr og Jón Karl skoruðu 4 mörk hver, Gísli Jón, Dóri, Beggi og Þröstur 2 mörk hver og svo Þröstur og Arnar P. 1 mark hvor. Maggi varði 10 bolta í markinu og Gísli 4 þar af 1 víti.

Hjá Aftureldingu voru Daníel Jónsson og Davíð Ágústsson markahæstir með 4 mörk.

Athygli vekur að aðeins voru gefnar 3 brottvísanir í leiknum. Heimamenn voru útaf í 2 mínútur og okkar menn 4 mínútur. Sjaldan sem maður sér svona fáar brottvísanir í leik, en það þarf alls ekki að vera slæmt.

Okkar menn eru eftir þennan leik í 3. sæti með jafn mörg stig og HK og Fram. Stjarnan situr á toppi deildarinnar en þeir voru rétt í þessu að sigra lið Akureyrar fyrir norðan 29-26. HK er í 2. sæti þar sem þeir eru með bestan árangur úr innbyrðis leikjum HK, Hauka og Fram. Haukar eru í 3. sæti og Fram í 4. sæti. Haukar og HK hafa ekki leikið.

Nú kemur rúmlega vikuhlé á deildinni vegna landsleikja. Næsti leikur strákanna er ekki fyrr en miðvikudaginn 31. október þegar þeir taka á móti HK á Ásvöllum klukkan 19:15.