Sumaríþróttaskóli Hauka 2024
Íþróttaskóli Hauka verður starfræktur sumarið 2024 fyrir börn fædd 2012-2017,
en skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2007.
Íþróttaskólinn er sameiginlegt verkefni allra deilda félagsins þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta hreyfingu, þjálfun og námskeið við allra hæfi.
Gert er ráð fyrir að iðkendur fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum og hafa allir kennarar skólans mikla reynslu af þjálfun yngri barna.
Lýsing námskeiða
Lögð er áhersla á mikla hreyfingu á námskeiðunum og er skólinn opinn fyrir alla Hafnfirðinga og nærsveitarmenn.
Gæsla verður frá kl. 8:00 – 9:00 í samkomusalnum á Ásvöllum.
Morgun námskeið byrja kl. 09:00. Börnin skráð á námskeiðin mæta í samkomusalinn á Ásvöllum og þaðan er þeim leiðbeint á rétta staði.
Fyrra nestishléð er kl 10:15-10:45 og eftir hádegi er það frá kl 14:15-14:45.
** Mikilvægt er að senda þau með nesti, óháð því hvort þau séu skráð í hádegismat.
Námskeiðum lýkur kl. 12:00, nema ef viðkomandi iðkandi er í hádegismat.
Seinni parts námskeið byrja kl. 13:00 og er mæting í samkomusalinn á Ásvöllum.
Námskeiði lýkur kl. 16:00.
Starfsfólk Íþróttaskólans munu taka á móti öllum börnum og sjá til þess að allir komist á réttan stað.
Skráningar:
Skráningar á öll námskeið fara fram í gegnum Sportabler, hægt er að ýta á viðkomandi vefsíðu til að flytja þig á réttan stað. Skráningar opna 6.maí:
https://www.sportabler.com/shop/haukar/sumarskoli
Hagnýtar upplýsingar:
** Verð á námskeið er 7.000 kr og 13.000 kr fyrir heilan dag
** Hádegismatur kostar 6.000 kr
** Boltagreinar eru ekki í boði eftir hádegi
** Senda börn með nesti, 10.15-10.45 og 14.15-14.45 er borðað.
** Lokað 22.júlí-5.ágúst
** Aðeins námskeið í boði fyrir hádegi 1-19.júlí
Nytsamlegar upplýsingar:
Netfang: emilbarja@haukar.is
Sími Íþróttaskóla Hauka: 788-9200.
Öll námskeið eru vikunámskeið
Námskeiðin sem eru í boði sumarið 2024_______Vika_______ | Fjölgreinaskólinn 2012-2017 | Leikjaskólinn 2012-2017 | Fótboltaskólinn 2012-2017 | Körfuboltaskólinn 2012-2017 | Handboltaskólinn 2012-2017 | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|
10-14. júní | kl 9-12 | kl 13-16 | kl 9-12 | kl 9-12 | kl 9-12 | ||
18-21. júní (4 dagar) | kl 9-12 | kl 13-16 | kl 9-12 | kl 9-12 | kl 9-12 | ||
24-28. júní | kl 9-12 | kl 13-16 | kl 9-12 | ||||
1-5. júlí | kl 9-12 | ||||||
8-12. júlí | kl 9-12 | ||||||
15-19. júlí | kl 9-12 | ||||||
22-26. júlí (lokað) | Lokað | Lokað | Lokað | Lokað | Lokað | ||
29.júlí-2. ágúst (lokað) | Lokað | Lokað | Lokað | Lokað | Lokað | ||
6-9. ágúst (4 dagar) | kl 9-12 | kl 13-16 | kl 9-12 | kl 9-12 | kl 9-12 | ||
12-15. ágúst (4 dagar) | kl 9-12 | kl 13-16 | kl 9-12 | kl 9-12 | kl 9-12 |
Eftirfarandi skólar eru í boði sumarið 2024:
Fjölgreinaskóli Hauka fyrir 6-12 ára (2012-2017)
Fjölgreinanámskeiðið er hugsað fyrir þá iðkendur sem eru ekki endilega með eina ákveðna íþrótt í huga og vilja prófa marga mismunandi hluti. Það verður kynning á þeim fjölmörgu íþróttum sem eru í félaginu og í hverri viku verða margar íþróttir prufaðar ásamt því að fara í allskonar leiki.
Markmiðið er að allir finna eitthvað við sitt hæfi, eignist vini í félaginu og bæti bæði andlegan og líkamlegan þroska
Fótbolta-, Handbolta- og Körfuboltaskóli fyrir 6-12 ára (2012-2017)
Boltaskólar handknattleiks-, knattspyrnu- og körfuknattleiksdeilda Hauka eru bæði fyrir þá sem langar að bæta við sig kunnáttu í sinni boltagrein
og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Settar verða upp æfingar sem auka boltafærni, farið í leiki og spilað í ýmsum útfærslum.
Það eru allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir.
Leikjaskóli fyrir 6-12 ára (2012-2017)
Leikjaskólinn er námskeið sem er í boði eftirhádegi í sumar en fyrir hádegi 1-19.júlí.
Í leikjaskólanum þá er áhersla lögð á að hafa gaman, eignast vini og að allir fá að njóta sín. Farið verður í sundferðir, hjólatúra, ratleiki, tarzanleiki og fleira. Einnig verða nokkrir dagar í sumar þar sem hið fræga draugahús Hauka verður sett upp en draugahúsið hefur verið einn vinsælasti liður sumaríþróttaskólans síðustu ár.
Dagsrká fyrir leikjaskólann verður alltaf gefin út í vikunni á undan svo við getum aðlagað dagskránna að veðurspánni.
Heitur matur í hádeginu frá skólamat er í boði dagana 10-28.júní og 6-15.ágúst.
Kaupa þarf sérstaklega hádegismatinn í Sportabler. Hádegismaturinn kostar 6.000 kr