Sveinn Ómar og Kristún best

Lokahóf meistaraflokka körfuknattleiksdeildarinnar fór fram í gærkvöldi í veislusal Hauka að Ásvöllum.

Að vanda voru veitt einstaklingsverðlaun fyrir veturinn. Stærstu verðlaun kvöldsins eru fyrir mikilvægustu leikmenn hvors liðs og í ár kom það í hlut Sveins Ómars Sveinssonar og Kristrúnar Sigurjónsdóttur.

Er þetta í fyrsta skipti sem Sveinn Ómar er valinn mikilvægasti leikmaðurinn og annað árið í röð sem Kristrún fær þennan heiður.

Fleiri fréttir og myndir frá verðlaunahófinu koma á heimasíðuna á næstunni.

Einnig voru veitt fleiri verðlaun og þau eru:

Varnarmaður ársins:
Lúðvík Bjarnason
Ragna Margrét Brynjarsdóttir

Mestar framfarir:
Óskar Magnússon
María Lind Sigurðardóttir

Efnilegustu leikmennirnir:
Haukur Óskarsson
Guðbjörg Sverrisdóttir

Fjalarsfólk ársins:
Bjarni Árnason
Bryndís Hreinsdóttir

250 leikir:
Marel Guðlaugsson

150 leikir:
Kristrún Sigurjónsdóttir

100 leikir:
Sara Pálmadóttir
Gunnar Birgir Sandholt

1. leikur fyrir Hauka:
Bjarni Árnason
George Byrd
Heiðrún Ösp Hauksdóttir
Margrét Rósa Hálfdanardóttir
Monika Knight
Slavica Dimovska

Mynd: Sveinn Ómar og Kristrún eru mikilvægustu leikmenn meistaraflokkana tímabilið 2008-09stefan@haukar.is