Í dag léku Haukastelpur á móti Gróttu í Olísdeild kvenna. Boðið var upp á sveiflukenndan háspennuleik en svekkjandi tap, 28-25, var þó niðurstaðan. Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust þau á að hafa forystu og fóru inn í hálfleikinn með stöðuna 13-13.
Fyrri hluti seinni hálfleiks var Haukanna og náðu þær mest 4 marka forystu 15-19, en í stöðunni 17-20 kom verulega slæmur kafli þar sem Gróttustúlkur skoruðu 9 mörk á móti 1 marki Hauka. Má segja að þessi kafli hafi öðru fremur gert útslagið fyrir Haukastelpur en í lokin náðu þær þó að minnka muninn niður í eitt mark 25-24 en lokamínútur voru Gróttukvenna og því fór sem fór.
Þetta var fjörugur leikur og margt jákvætt sem Haukastúlkur geta tekið úr honum.
Marija átti frábæran leik í dag og skoraði helming marka liðsins, alls 13 mörk, þar af 4 úr vítum. Hún var líka mjög traust í vörninni. Gunnhildur átti einnig mjög góðan leik, skoraði 4 mörk og átti fínar sendingar inn á línuna.
Nú þurfa allir Haukamenn að mæta í Schenkerhöllina á þriðjudaginn kemur, þegar stelpurnar okkar eiga leik í Coca-Cola bikarnum á móti Selfossi, og styðja þær til sigurs. Leikurinn hefst kl. 18:30.
Áfram Haukar