Haukastelpur töpuðu í gærkvöldi fyrir Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Það þurfti að grípa til framlengingar til að knýja fram sigur en staðan eftir venjulegan leiktíma var 29-29.
Í framlengingunni voru Haukar sterkari til að byrja með og leiddu 30-32 þegar um þrjár mínútur voru eftir. En þá komu þrjú mörk í röð hjá Fram en Haukar fengu tækifæri til að jafna leikinn þegar um mínúta var eftir af vítalínunni. Skotið geigaði og Fram fór yfir og skoraði fjórða markið sitt í röð og innsiglaði sigurinn 34-32.
Markahæst hjá Haukum var Hanna Stefánsdóttir með 15 mörk þar af fjögur úr vítum. Ramune Pekarskyte skoraði átta mörk, Nína Björnsdóttir var með fjögur, Nína Arnfinnsdóttir þrjú, Ester Óskarsdóttir einnig þrjú og Erna Þráinsdóttir eitt.
Þar með er tímabilinu lokið hjá Haukum en stelpurnar töpuðu 2-0 fyrir Fram.
Áfram Haukar!!!!
Myndasafn úr leiknum á handbolti.is
Hanna í viðtali á Sport.is
Umfjöllun um leikinn á vísir.is
Textalýsing á mbl.is
Mynd: Bryndís Jónsdóttir varði 4 skot í leiknum – stefan@haukar.is