Í íslenska boltanum síðastliðið mánudagskvöld var umfjöllun um leik Hauka og Njarðvíkur í Domino´s deild kvenna. Rætt var við þjálfara og leikmenn.
Einnig var rætt við tölfræðitröllið Ásgeir Einarsson sem sér um beina tölfræðilýsingu á heimaleikjum Hauka. Ási hefur undanfarin ár séð um tölfræðina hjá Haukum og er hokin af reynslu þrátt fyrir ungan aldur.
Umfjöllun um leikinn hefst á mínútu 35:04 og rætt er við Ása á mínútu 37:07.