Ellefu marka tap, 26-15 var niðurstaðan hjá Haukum í Meistaradeild Evrópu í dag, en liðið var að spila gegn Zaporoshye frá Úkraníu í Úkraníu. Staðan í hálfleik var 12-8 heimamönnum í vil.
Kári Kristján Kristjánsson skoraði fimm mörk, Einar Örn Jónsson fjögur, Freyr Brynjarsson 3, Pétur Pálsson, Andri Stefan og Stefán Rafn Sigurmannsson gerðu sitt markið hver. Það er því greinilegt að línumennirnir og hornamennirnir skoruðu mörkin í dag en á þessum tölum er Andri Stefan eina skyttan sem skoraði.
Birkir Ívar varði í kringum 20 bolta í markinu og stóð hann sig víst prýðilega.
Hægt er að lesa um leikinn á blogg síðu meistaraflokks, með því að smella hér.
Ef eithvað er að marka það sem Freyr Brynjarsson skrifar á blogginu þá er greinilegt að ferðalag strákana hefur tekið verulega mikið á þá. En ferðalagið er ekki hálfnað, ferðin heim til Íslands, svo eiga þeir leik gegn Akureyri fyrir norðan á miðvikudaginn í N1-deildinni svo fara þeir út aftur og spila síðasta leik sinn í Meistaradeildinni gegn Vezprém í Ungverjalandi.
Það er greinilegt að Haukafólk þurfum að standa saman á þessum erfiðum tímum. En þetta getur ekki annað en legið upp á við hjá strákunum, en á meðan fögnum við með stelpunum sem eru á toppi N1-deildar kvenna eftir sigur á Stjörnunni í dag. Meira um þann leik síðar.