Tap í fyrsta heimaleik

HaukarÞað var blíðskapar veður og vel mætt á leik Hauka og BÍ/Bolungarvíkur í 2.umferð 1.deildar karla í dag en leikurinn var fyrsti leikur Hauka á heimavelli á tímabilinu.

Haukar sigruðu Víking Ólafsvík í fyrstu umferð á meðan Vestfirðingarnir töpuðu á heimavelli gegn ÍR-ingum. Til að gera langa sögu stutta þá fóru BÍ/Bolungarvík með sigur af hólmi í dag, 2-1 eftir að hafa komist í 2-0 snemma í seinni hálfleik.

 

Staðan í hálfleik var 0-0 eftir mjög rólegan fyrri hálfleik, gestirnir fengu þá líklega bestu færin í fyrri hálfleik og eitt þeirra small í stönginni. Hinsvegar fengu Haukar ekki fleiri en eitt færi í fyrri hálfleik en þá átti Hilmar Rafn Emilsson misslukkaða tilraun að marki BÍ/Bolungarvíkur eftir aukaspyrnu frá nafna hans, Hilmari Trausta.

Í seinni hálfleik virtust Haukar vera ná einhverjum völdum á vellinum en það var fljótt að breytast, úr einni skyndisókn gestanna kom mark og þar var það, Ameobi bróðurinn sem skoraði laglegt mark eftir að Colin Marshall hafði tekið góða rispu upp völlinn. Ameobi var ekki hættur því stuttu eftir fyrsta markið átti hann mikinn þátt í því að gestirnir voru komnir tveimur mörkum yfir. 

Hann geystist þá upp hægri vænginn átti skot framhjá Daða Lárussyni sem varamaðurinn Abnett kom við áður en boltinn fór yfir marklínuna. Einhverjir Haukar vildu fá dæmda rangstöðu á Abnett en það var erfitt að sjá það almennilega.

Haukarnir minnkuðu muninn áður en flautað var til leiksloka, Ísak Örn Þórðarson sem hefur átt við meiðsli að stríða síðustu daga kom inn á sem varamaður í leiknum og stimplaði sig vel inn og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Hauka, en hann stangaði boltann í netið eftir sendingu frá nafna hans og varamanninum, Ísaki Erni Einarssyni.

Úrslitin í leiknum því eins og fyrr segir, 1-2 BÍ/Bolungarvík í vil. Næsti leikur Hauka í deildinni er útileikur gegn ÍR, laugardaginn 28.maí en hinsvegar er leikur í Valitor-bikarnum í milli tíðinni, en hann er á miðvikudaginn næstkomandi en þá leika Haukar við 2.deildarlið KF á Ásvöllum en sá leikur hefst kl. 20:00.

Byrjunarlið Hauka: Daði Lárusson – Grétar Atli Grétarsson, Kristján Ómar Björnsson, Benis Krasniqi, Jónas Bjarnason – Úlfar Hrafn Pálsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Aron Freyr Eiríksson – Björgvin Stefánsson – Hilmar Rafn Emilsson.

Varamenn Hauka: Þórir Guðnason, Þór Steinar Ólafs, Gunnar Ormslev, Aron Jóhannson, Ísak Örn Einarsson, Ísak Örn Þórðarson, Enok Eiðsson. 

Maður leiksins var síðan valinn, Hilmar Trausti Arnarsson. 

 

Tap í fyrsta heimaleik

Daði mætti sínum gömlu félögum í gær og átti sannkallaðan stórleikÞað var stórdagur í gær fyrir alla Hafnfirðinga. Haukar og FH mættust innbyrðis í fyrsta sinn í 36 ár í knattspyrnu karla í meistaraflokki og það á heimavelli Hauka í Reykjavík. Rúmlega 2000 áhorfendur gerðu allt vitlaust á vellinum og var stemmingin ólýsanleg.

Eitt mark skyldi liðin af, og var það mark frá svart-hvítum fimleikapeyjum úr Kaplakrikanum, nánar tiltekið frá Birni Daníeli Sverrissyni.

Mörkin hefðu hæglega geta orðið fleiri, og urðu það reyndar, en Arnar Gunnlaugsson skoraði mark í fyrri hálfleik sem virtist alveg vera löglegt, en markið var hinsvegar dæmt af vegna rangstöðu, sem var mjög tæpt. Hilmar Geir Eiðsson átti síðan skot í slá einnig í fyrri hálfleik og Gunnleifur Gunnleifsson markvörður FH átti heimsklassa vörslu undir lok leiks eftir aukaspyrnu frá Arnari Gunnlaugssyni.

0-1 tap gegn Íslandsmeisturum FH því staðreynd, en Haukaliðið og stuðningsmenn þeirra þurfa engu að kvíða fyrir sumarið ef þeir spila svona í sumar.

 

Umfjöllun um leikinn, af Fótbolti.net

Viðtal við Hilmar Geir eftir leik, af Fótbolti.net

Viðtal við Arnar Gunnlaugs. eftir leik, af MBL.is

Viðtal við Andra Marteins. eftir leik, af Sport.is

Viðtal við Arnar Gunnlaugs. eftir leik, af Sport.is

Myndir úr leiknum eftir Tomasz Kolodziejski

Næsti leikur liðsins er gegn Selfoss á Selfossi á fimmtudaginn næstkomandi. Við hvetjum alla Haukara að fjölmenna til Selfossar því þetta er leikur sem liðið stefnir á sigur í og þurfa þeir stuðning frá áhorfendum.

 

Ætlar þú að vera vitni af fyrsta sigri Hauka í efstu deild á þessari öld? – Mættu á Selfoss!