Tap í Hveragerði

HaukarHaukastrákar heimsóttu Hamar í Hveragerði á föstudagskvöld. Var þetta annar leikur Hauka í 1. deildinni í vetur. Þessi tvö lið eru talin sigurstranglegust í 1. deildinni í vetur og því var þetta afar áhugaverð prófraun fyrir Haukaliðið. Niðurstaðan var 82-76 tap og lék Haukaliðið afar illa á köflum.

Hamar leiddi með 19 stigum á köflum en með góðri seiglu náðu Haukastrákar að minnka muninn í lokin en það gefur liðinu ágætt tækifæri til að taka innbyrðisviðureignina í seinni leik liðanna.

Stigahæstur hjá Haukum var Emil Barja með 24 stig og 11 fráköst. Aaron Williams setti 20 stig og tók 9 fráköst.

Næsti leikur liðsins er í kvöld gegn Keflavík í Lengjubikarnum. Hefst leikurinn kl. 19.15 í Toyota-höllinni