Tap í mikilvægum leik

HaukarStaða okkar stúlkna í Haukum í N1-deild kvenna í handbolta versnaði töluvert í dag eftir tap gegn KA/Þór. Leikurinn var afar mikilvægur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Lokatölur urðu 26-22 fyrir stúlkunum að norðan en jafnt var í leikhléi 12-12.

 

 

Fyrir leikinn voru Haukar og KA/Þór jöfn í 6. – 7. sæti deildarinnar með 6 stig en sex efstu lið deildarinnar fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn og leikurinn dag var því afar mikilvægur. Sigur KA/Þórs á okkar stelpum í dag þýðir hins vegar að þær eru komnar með tveggja stiga forskot á okkur og einnig féllu önnur úrslit gegn okkur því Grótta vann einnig sinn leik og skaust upp í 7. sæti með 7 stig. 

Þetta tap er hins vegar langt því frá að vera heimsendir og stelpurnar eiga nóg eftir í mótinu til að rétta sinn hlut. Næsti leikur er þann 17. mars gegn Stjörnunni í Schenkerhöllinni og þar er gríðarlega mikilvægt fyrir stelpurnar að ná sigri til að eiga möguleika á sætinu mikilvæga í úrslitakeppninni.