Tap gegn FH

HaukarMeð hverjum sigurleiknum styttist í tapið sagði einhvertíman fróður maður um íþróttir. Sú varð reyndin í gær að Haukar töpuðu sínum fyrsta leik í N1-deild karla í handbolta þennan veturinn þegar FH-ingar komu í heimsókn á Ásvelli og tóku með sér stigin tvö hinu megin í Hafnarfjörð.

Það var fyrst og fremst slæm byrjun Hauka í leiknum sem varð þeim að falli en gestirnir komustu í 6-0 og náðu okkar menn aldrei að brúa það bil almennilega. Nokkur spenna hljóp í leikinn í lokin þegar Freyr Brynjarsson minnkaði muninn í tvö mörk er um fimm mínútur voru eftir en sú von slokknaði því miður of fljótt því varnarleikur okkar manna var ekki sem skyldi á lokakaflanum.

Nánar er hægt að lesa um leikinn með því að smella hér 

Tap gegn FH

HaukarLeik Hauka og FH í N1-deild karla var að ljúka rétt í þessu með 26-20 sigri gestana úr FH. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og var staðan 10-10 í hálfleik. Framan af síðari hálfleik virtist það sama ætla að verða upp á teningnum en í stöðunni 15-15 þegar um 20 mín voru eftir hrökk allt í baklás hjá okkar mönnum og FH-ingar skoruðu fimm mörk í röð. Strákarnir náðu aldrei að brúa það bil það sem eftir lifði leiks og þegar uppi var staðið vann FH sannfærandi sigur 26-20.

Markahæstir hjá Haukum voru þeir Tjörvi Þorgeirsson með 7 mörk og Gylfi Gylfason með fjögur. Birkir Ívar Guðmundsson varði 12 skot í markinu og Aron Rafn Eðvarðsson varði 6.