Það var sprækt lið Njarðvíkur sem að sigraði leik Njarðvíkur og Hauka í IE-deildinni í gærkvöld 107-91. Leikurinn var jafn framan af en undir lok annars leikhluta tóku Njarðvíkingar öll völd á vellinum með Cameron Echols fremstan í flokki og annað tap Hauka í röð staðreynd.
Fyrirfram var búist við hörku leika enda liðin áþekk að því leiti að bæði eru skipuð ungum leikmönnum í bland við aðeins reynslumeiri. Þarna mætast kjarni unglingaflokkanna sem hafa orðið íslands og bikarmeistarar síðustu ára en því miður þá höfðu Njarðvíkingar betur að þessu sinni.
Jovonni Shuler var stigahæstur Haukamanna með 30 stig og 10 fráköst og Örn Sigurðarson var honum næstur með 14 stig.
Næsti leikur liðsins er á föstudaginn gegn Stjörnunni á Ásvöllum.