Rétt í þessu lauk stórleik Hauka og Stjörnunnar í N1-deild karla í handknattleik. Leikið var á heimavelli okkar Haukamanna. Fyrir leikinn voru Haukar með 7 stig en Stjarnan 6 og því um stórleik að ræða.
Leiknum þurfti að seinka um korter vegna dómaraleysis, já það vantaði dómara á leikinn – Skemmtileg nýjung þar á ferð ..!
Þegar dómarar komu loks í hús var allt sett á fullt og leikinn reynt að hefjast sem fyrst .. enda ekki eftir neinu að bíða þar sem dómarar leiksins voru mættir .. loksins!
Okkar menn voru greinilega tilbúnir í verkefnið fyrstu fimm mínútur leiksins og komnir með yfirhöndina 4-1 en þar með er ekki sagt að leikurinn hafi verið unnin .. langt í frá og það fengu okkar menn að sjá, því Stjarnan keyrðu Hauka í kaf og voru allt í einu komnir yfir 7-6 og áfram héldu þeir að skora og lítið sem ekkert gekk upp hjá okkar mönnum og staðan orðin 7-11 Stjörnunni í vil þegar rétt rúmlega korter var liðið á leikinn og bæði Aron Kristjánsson og Kristján Halldórsson þjálfarar liðanna búnir að taka leikhlé og því hélt leikurinn áfram. Stjarnan hélt reyndar áfram að auka forskotið og þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan 9-14 Stjörnunni í vil. Haukar náðu þá að bíta aðeins frá sér og náðu að minnka muninn í tvö mörk en þá komu strax tvö mörk frá gestunum og staðan í hálfleik því 15-19 gestunum í vil. Með litlum klókindum og örlítilli heppni hefðu okkar menn getað jafnað leikinn fyrir hlé, en fjögurra marka forysta Stjörnunnar staðreynd í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn byrjaði alls ekki eins og Haukamenn ætluðu því að Stjarnan skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiksins og gáfu því tóninn fyrir komandi hálfleik, því þeir héldu áfram að auka forystuna. Mest náði Stjarnan níu marka forystu í stöðunni 17-26, semsagt 7-2 í seinni hálfleik þegar um korter var eftir af leiknum. Á skömmum tíma náðu Haukar aðeins að minnka forystuna og þegar best gekk var staðan orðin 25-29 en forystan var of mikil til að ná að jafna leikinn og loku Stjörnumenn leiknum með stæl og lokastaðan 28-36.
Markmennirnir;
Náðu sér enganveginn á strik, voru samtals með 11 varða bolta sem er ekki nægilega gott gegn svona sterku liði eins og Stjarnan, reyndar er hægt að bæta því við að vörn Hauka var allt annað en góð og því erfitt fyrir markmennina að gera einhverjar rósir.
Útispilararnir;
Andri Stefan; Átti ágætisleik, barðist allan leikinn og hélt sóknarleiknum uppi á stórum köflum leiksins.
Jón Karl; Byrjaði á bekknum en kom síðan inná í fyrri hálfleik nýtti færin ágætlega og skoraði nokkur mörk í ótrúlegum færum.
Gísli Jón; Skoraði sitt fyrsta mark í leiknum frekar seint í leiknum en eftir það skoraði hann nokkur ágætis mörk, barðist ágætlega í leiknum.
Skotnýting;
Andri Stefan 9 mörk / 15 skot
Jón Karl 7 / 11
Gísli Jón 4 / 6
Freyr 3 / 4
Arnar P. 2 / 2
Sigurbergur 2 / 5
Arnar Jón 1 / 4
Halldór 1 / 4
Þröstur 1 / 4
Gunnar Berg 0 / 3
Markvarlsan;
Gísli Guðmundsson; 6 boltar varðir / ca.40.mínútur
Magnús Sigmundsson; 5 / ca. 20
Gangur leiksins;
2H – 0S | 4 -1 | 5-4 | 6-7 | 7-11 | 9-14 | 12-15 | 15-17 | 15-19 | 15 – 21 | 16-23 | 17-26 | 20-27 | 25-29 | 25-32 | 28-36 |
Vegna lítilla eða leiðinlegra bilana verður viðtal við Aron Kristjánsson eftir leikinn að seinka aðeins þangað til að allt verður komið í rétta gírinn!
– Arnar Daði Arnarsson skrifar