Tap gegn toppliðinu

Þröstur Þráins gegn ÍR á Ásvöllum 16. feb. 2015Meistaraflokkur karla í handbolta tapaði í gær, fimmtudag, í 23. umferð Olís deildinni þegar þeir léku gegn toppliði Vals á útivelli. Haukar léku án Heimis Óla eins og í síðasta leik en hann er sem fyrr frá vegna meiðsla á ökkla auk þess var Patrekur þjálfari ekki til taks á hliðarlínunni vegna leikbanns eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik liðsins gegn ÍBV.

Það voru heimamenn í Val sem byrjuðu leikinn betur og komust í 3 – 1 eftir 3 mörk frá fyrrverandi Haukamanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni. Eftir þessa byrjun komust Haukamenn betur inn í leikinn og jöfnuðu strax í 4 – 4, eftir það var jafnræði á liðunum út fyrri hálfleikinn en Haukamenn voru þó skrefinu á undan og enduðu fyrri hálfleikinn með 2 marka forystu 12 – 10.

Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri og voru það heimamenn í Val sem voru betri aðilinn en þeir skoruðu fyrstu 4 mörk hálfleiksins og voru því skyndilega komnir með tveggja marka forystu 14 – 12 en Haukamenn gáfust ekki upp og jöfnuðu í stöðunnu 16 – 16. Það var síðan jafnt á öllum tölum þar til stöðunni 22 – 22 og 6 mínútur eftir af leiknum. Það var því búist við æsispennandi loka mínútum en eitthvað vitust loka mínúturnar fara illa í Haukamenn og náðu þeir aðeins að skora 1 mark á síðsust 6 mínútum á meðan Valsmenn skoruðu 3 og þar af leiðandi unnu Valsmenn leikinn 25 – 23.

Tap niðurstaðan í æsispennadi leik þar sem jafn var á næstum því öllum tölum en eins og svo oft áður í vetur gáfu Haukamenn aðeins eftir undir lok leiks á meðan Valsmenn héldu áfram og unnu leikinn. Haukar geta samt sjálfum sérkennt um en þeir klikkuðu meðal annars á 3 vítaköstum auk fjöldan allan af 6 metra dauðafærum en Hlynur Morthens í marki Vals var Haukamönnum erfiður og endaði með tæplega 50% markvörslu.

Jón Þorbjörn var markahæstur Haukamanna með 7 mörk og á eftir honum komu Þröstur og Elías Már með 4 mörk en alls komust 9 leikmenn Hauka á blað í leiknum. Í marki Hauka átti Giedrius prýðis góðan leik og varði um 18 skot sem gerir 42% markvörslu.

Eftir þennan leik eru Haukamenn nú 4 stigum á eftir FH í baráttunni um 4. sætið í deildinn sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppinni og því um að gera fyrir alla Haukamenn at mæta á næsta leik sem er gegn Akureyri laugardaginn 28. mars kl. 16:00 í Schenkerhöllinni að Ásvöllum.