Tara Björk Gunnarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Hauka.
Stuðningsfólk Hauka þekkir vel til Töru en hún hefur leikið 101 leik fyrir meistaraflokk kvenna hjá Haukum og náði hún þeim áfanga gegn ÍR í lokaleik liðsins í Inkasso deildinni keppnistímabilið 2019.
Tara tók sér frí frá knattspyrnu keppnistímabilið 2020 þannig að það verður virkilega sterkt að fá hana aftur í Hauka liðið þar sem hún býr yfir gæðum og reynslu sem munu án efa nýtast liðinu á komandi tímabili.
Tara lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka árið 2012 og hefur skorað sex mörk en það eftirminnilegasta kom sumarið 2019 í 1-0 sigri gegn Tindastóli á Sauðárkróki.
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar nýjum samningi við Töru og væntir mikils af henni.