Geðshræringin leyndi sér ekki í andliti Telmu Fjalarsdóttur sem var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitill á ferlinum þegar Haukar lögðu KR í gærkvöldi í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Áður hafði hún prófað hitt þ.e. að falla. „Þetta er svakalegt. Ég hef aldrei upplifað neitt svona klikkað” var það fyrsta sem hún sagði þegar Haukasíðan spjallaði við hana eftir leik.
Telma átti góða leiki í seríunni gegn sínum gömlu félögum í KR. Hún endaði leikinn í gær með 4 stig og 5 fráköst.
Telma er uppalinn KR-ingur og spilaði þar þangað til fyrir þremur árum síðan. Hún kom til Hauka á síðasta tímabili eftir að hafa stoppað við í Breiðabliki og vann nú titilinn á sínu öðru ári hjá Haukum.
„Þetta er allt annað KR lið en ég var að spila með þannig að Haukahjartað var sko fyllilega til staðar en þetta var virkilega gaman og örugglega sætast að vinna KR”
„Nei. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég lendi í svona meiðslum. Maður reynir bara eins og maður getur og ég er ekki kominn með fullan bata en ég gat allavega verið með og er svo ánægð” sagði Telma þegar hún var spurð út í meiðslin sem hún varð fyrir fyrr í vetur en hún reif liðband í hné gegn einmitt gegn KR.
Mynd: Telma Fjalarsdóttir fagnar í leikslok – Emil Örn Sigurðarson