Þorsteinn Ómar Ágústsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka.
Þorsteinn er fæddur árið 2006 og verður því 16 ára á þessu ári en hann er efnilegur markvörður sem leggur mikla rækt við æfingar.
Hann hefur á síðustu misserum verið valinn í æfingahópa með yngri landsliðum og verður afar spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni.
Ljósm. Hulda Margrét