- Það ríkti gleði í augum barnanna sem mættu á Ásvelli í gær á Þrettándagleði þar sem jólin voru kvödd. Söngur, glens og gaman og jólasveinn og púkar léku við hvern sinn fingur á þessum síðasta degi jóla. Þá var í boði rjúkandi heitt súkkulaði og sérbakaðar kleinur að ógleymdum stjörnuljósum í tilefni dagsins. Margt var um manninn í góðu veðri og í lok hátíðar sá Björgunarsveit Hafnarfjarðar um að gleðja viðstadda með glæsilegri flugeldasýningu.