Tilkynning til foreldra og forráðamanna iðkenda í Haukum

WP_20151108_016Vegna umræðu um dekkjakurl í gervigrasvöllum vill Knattspyrnufélagið Haukar koma eftirfarandi á framfæri:

Hinn nýi gervigrasvöllur á Ásvöllum , sem tekinn var í notkun í desember á liðnu ári, inniheldur ekki svokallað dekkjakurl sem talið er að geti verið skaðlegt heilsu fólks. Það kurl sem er notað í gervigrasvöllinn á Ásvöllum er svokallað EPDM gúmmí, ethylene propylene diene monomer, iðnaðargúmmí og er grátt á litinn.  Það er samskonar efni og notað er í hlaupabrautir.

EPMD kurlið á ekkert skilt með dekkjakurlinu og er ekki skaðlegt á nokkurn hátt og áhersla var lögð á að fá ekki svart dekkjarkurl á nýja völlinn á Ásvöllum þegar völlurinn var í útboðsferli.

Með  Haukakveðju.

Magnús Gunnarsson,
framkvæmdastjóri.