Komið þið sæl,
Á foreldrafundi núna í vikunni mættu um 17 foreldrar sem var bara alvega ágætt. Á fundinum var foreldrastjórnin skipuð og ætlar hún að funda fljótlega og hefja fjáraflanir fyrir sumarið. Auk þess kom það fram að gjaldið fyrir æfingatímabilið okt 2005-okt 2006 er 33000kr. en Hafnarfjarðarbær niðurgreiðir 24000kr. með svokölluðum gulum kortum svo að mismunurinn er aðeins 9000kr. Landsbankinn mun senda greiðsluseðla til ykkar starx og þið hafið skilað inn skráningarblöðunum til mín. Þeir sem greiða fyrir 15. des. fá 3000kr. afslátt og fallega rauða Humel peysu frá Fjölsport. Að lokum lagði ég fram drög að tímabilinum hjá flokknum.
Drög að tímabili hjá 7. fl. Karla.
Nóvember
26. nóv æfingamót í Reykjaneshöllinni.
Desember
19. des síðasta æfing fyrir jólafrí. Einnig verður Jólamót Kópavogs í Kópavogi sennilega á virkum degi milli jóla og nýárs.
Janúar
Æfingar hejast aftur eftir jólafrí
Febrúar-mars
Æfingar og æfingaleikir
Apríl
Faxaflóamót. Sennilega haldið í Kópavogi
Maí
KFC mót hjá knattspyrnudeild Víkings. Líklega í byrjun mánaðarins.
Júní
Ný æfingatafla tekur gildi eftir að grunnskóla lýkur og munu æfingar hefjast kl: 13:00-14:00. Æfingarnar verðu fjórum sinnum í viku (mán-fim).
Knattspyrnuskóli Hauka verður sem fyrr fyrir hádegi milli kl: 09:00-12:00.
17. júní leikur milli Hauka og FH. Leikið á Víðistaðartúni.
Verið getur að við förum á Vinamót Breiðabliks í byrjun mánaðarins.
Júlí
Hápunktur sumarsins fyrir strákana er Skagamótið. Það er haldið aðra helgina í júlí. Mótsstaður er Akranes og gist verður í grunnskólanum á Akranesi. Farið er með rútu. Foreldrar geta gist á tjaldstæðinu eða á hótelinu.
Ágúst
Fyrir Verslunarmannahelgi verður viku frí.
Þegar skólinn byrjar aftur færast æfingarnar aftur og verða seinni part dags.
Við förum á eitthvað mót í ágúst en það er ekki ákveðið ennþá hvert.
September
Uppskeruhátíð
Hlé verður á æfingum frá og miðjum september fram í október. Þá verða skipti og eldra árið fer í 6. flokk.