Titill fréttarinnar

Þann 11. mars spilaði meistaraflokkur karla sinn fyrsta leik í lengjubikarnum er við mættum Tindastól. Leikurinn byrjaði af krafti og vorum við mjög sprækir fyrstu 25 mín . Hilmar Geir Eiðsson var sprækur og setti 2 mörk og Árni Hilmarsson 1 í fyrri hálfleik. Leikurinn var frekar bragðdaufur í byrjun seinni hálfleiks en við tókum öll völd í leiknum er líða tók á hálfleikinn og setti Úlfar Hrafn Pálsson 2 mörk og gerðum við út um leikinn. 2 Ungir Haukadrengir spiluðu sinn fyrsta opinbera leik fyrir meistaraflokk í gær en voru það Ásgeir Ingólfsson og markvörðurinn ungi sem kom inn á í seinni hálfleik Þórir Guðnason.

Titill fréttarinnar

Fjórir Haukastrákar hafa verið boðaðir af landsliðsþjálfurum U17 og U19 á úrtaksæfingar.

Þetta eru þeir Úlfar Hrafn Pálssoon og Andri Geir Gunnarssoní U19 og þeir Aron Freyr Eiríksson og Ásgeir Þór Ingólfsson í U17

Titill fréttarinnar

gær sunnudag 14 maí kepptu til úrslita í

5B flokk kvenna í Fífuni í Kópavogi HK og Haukar.

HK vann leikinn 2-0 en okkar stelpur stóðu sig með stakri prýði.

Áfram Haukar.

Titill fréttarinnar

Haukadagurinn 6. maí

OPIÐ HÚS Á ÁSVÖLLUM

Haukar 75 ára

Laugardaginn 6. maí verður opið hús á Ásvöllum er Haukar bjóða öllum Hafnfirðingum og sérstaklega íbúum hins nýja Vallahverfis að njóta skemmtidagskrár sem þó er einkum ætluð yngri kynslóðinni. Deildir félagsins munu kynna starfsemi sína og góðar veitingar verða í boði fyrir alla.

Dagskrá dagsins verður þannig í aðalatriðum:

• kl. 11 opnar húsið

• Veltibíllinn verður á staðnum frá kl. 11-12:30

• Skák og mát á 2. hæð

• Þrautabraut fyrir alla

• Björgvin Franz skemmtir kl. 13

• Kl. 14 leikur Haukabandið nokkur lög

• Kl. 14 fótbolti á gervigrasi – Haukar – Ægir í 5. fl. kv.

• Veitingar allan daginn

• Dagskrá lýkur kl. 15

Deildir félagsins kynna starfsemi sína og allir geta reynt sig í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Fjölskyldan saman – voða gaman !

Knattspyrnufélagið Haukar býður íbúa Vallahverfis velkomna á Haukadaginn 6. maí !

Titill fréttarinnar

Meistaraflokkur Karla mun taka þátt í Tindsmóti HK sem verður haldið í Fífunni næstkomandi sunnudag, þann 11. desember. Leikið er í 7 manna liðum og á hálfan völl en á stór mörk.

Niðurröðun mótsins í ár er sem hér segir:

A-riðill:

11.00 Haukar – ÍH

11.00 Víkingur Ó. – HK-2

12.00 HK-2 – Haukar

12.00 ÍH – Víkingur Ó.

13.00 Haukar – Víkingur Ó.

13.00 HK-2 – ÍH

B-riðill:

11.30 Selfoss – Sindri

11.30 HK-1 – Ýmir

12.30 Ýmir – Selfoss

12.30 Sindri – HK-1

13.30 Selfoss – HK-1

13.30 Ýmir – Sindri

8-liða úrslit:

14.00 B1 – A4

14.00 A2 – B3

14.30 A1 – B4

14.30 B2 – A3

Undanúrslit:

15.00 B1/A4 – A2/B3

15.00 A1/B4 – B2/A3

Úrslitaleikir:

15.30 1. sæti

15.30 3. sæti

Titill fréttarinnar

Komið þið sæl,

Á foreldrafundi núna í vikunni mættu um 17 foreldrar sem var bara alvega ágætt. Á fundinum var foreldrastjórnin skipuð og ætlar hún að funda fljótlega og hefja fjáraflanir fyrir sumarið. Auk þess kom það fram að gjaldið fyrir æfingatímabilið okt 2005-okt 2006 er 33000kr. en Hafnarfjarðarbær niðurgreiðir 24000kr. með svokölluðum “gulum kortum” svo að mismunurinn er aðeins 9000kr. Landsbankinn mun senda greiðsluseðla til ykkar starx og þið hafið skilað inn skráningarblöðunum til mín. Þeir sem greiða fyrir 15. des. fá 3000kr. afslátt og fallega rauða Humel peysu frá Fjölsport. Að lokum lagði ég fram drög að tímabilinum hjá flokknum.

Drög að tímabili hjá 7. fl. Karla.

Nóvember

26. nóv æfingamót í Reykjaneshöllinni.

Desember

19. des síðasta æfing fyrir jólafrí. Einnig verður Jólamót Kópavogs í Kópavogi sennilega á virkum degi milli jóla og nýárs.

Janúar

Æfingar hejast aftur eftir jólafrí

Febrúar-mars

Æfingar og æfingaleikir

Apríl

Faxaflóamót. Sennilega haldið í Kópavogi

Maí

KFC mót hjá knattspyrnudeild Víkings. Líklega í byrjun mánaðarins.

Júní

Ný æfingatafla tekur gildi eftir að grunnskóla lýkur og munu æfingar hefjast kl: 13:00-14:00. Æfingarnar verðu fjórum sinnum í viku (mán-fim).

Knattspyrnuskóli Hauka verður sem fyrr fyrir hádegi milli kl: 09:00-12:00.

17. júní leikur milli Hauka og FH. Leikið á Víðistaðartúni.

Verið getur að við förum á Vinamót Breiðabliks í byrjun mánaðarins.

Júlí

Hápunktur sumarsins fyrir strákana er Skagamótið. Það er haldið aðra helgina í júlí. Mótsstaður er Akranes og gist verður í grunnskólanum á Akranesi. Farið er með rútu. Foreldrar geta gist á tjaldstæðinu eða á hótelinu.

Ágúst

Fyrir Verslunarmannahelgi verður viku frí.

Þegar skólinn byrjar aftur færast æfingarnar aftur og verða seinni part dags.

Við förum á eitthvað mót í ágúst en það er ekki ákveðið ennþá hvert.

September

Uppskeruhátíð

Hlé verður á æfingum frá og miðjum september fram í október. Þá verða skipti og eldra árið fer í 6. flokk.

Titill fréttarinnar

Góðan dag.

Af óviðráðanlegum órsökum var ekki hægt að halda foreldra fund hjá 5 flokk karla í kvöld eins og auglýst var en hann frestast um viku.

Á morgun fimtudag verða fundir hjá 4 og 5 flokki kvenna 5.fl.kv. er kl. 19.30-20.30. og 4.fl.kv. er kl.20.30-21.30.

Mjög góð mæting hefur verið á þeim fundum sem hafa verið haldnir

Endileg mætið öll.

Titill fréttarinnar

Á morgun sunnudag 30 okt verðu leikur í Faxaflóamóti/Haust hjá 3 flokk kvenna á móti ÍA frá Akranesi.

Leikurinn hefst kl 12.00 á gerfigrasinu á Ásvöllum

Titill fréttarinnar

Kæra knattspyrnufólk.

Nú eru æfingar hafnar eða að hefjast á öllum vígstöðvum.

Æfingar í vetur verða að megninu á nýju gervigrasi á Ásvöllum en einnig lítilsháttar í Risanum við Kaplakrika og einnig í Íþróttahúsum bæjarins.

Æfingar eru ákveðnar í samræmi við tíma sem í boði eru og þann tíma sem þjálfarar geta notað

Það er von að allir geti fundið tíma fyrir sig í æfingartöflunni.

Hægt er að skoða æfingatöflu með því að smella á þar sem stendur æfingatafla hér til hliðar.

Titill fréttarinnar

Uppskeruhátíð yngri flokka verður haldin 18. sept. kl. 14:00 Allir iðkendur í 6. og 7. fl. fá verðlaunapening en hjá 2. til 5. fl verða veitt einstaklingsverðlaun.

Við viljum minna iðkendur á að taka með sér góðgæti á kaffiborðið.

Titill fréttarinnar

Æfing fellur niður í dag fimtudag 1 ágúst hjá 5 og 6 flokk kvenna

Titill fréttarinnar

Nú fer senn að koma að Páskafríi, en það verður æfing í dag þriðjudag fyrir þær sem hafa áhuga á því og svo er komið frí framm yfir Páska.

Þá verða saman á æfingu 5., 6. og 7.kvk á sama tíma á Ásvöllum klukkan 16:00.

Annars bara gleðilega páska og hafið það sem allra best

Kveðja

Eva Björk

Ps. Svo vil ég minna á æfingaleikinn við Þrótt á miðvikudaginn með 5.kvk.