Titilvörnin hefst á Sunnudag

Haukar B hefja titilvörn sína á Sunnudaginn kl. 16:30 á Akranesi þegar þeir kíkja í heimsókn til ÍA B

ÍA B hefur verið endurvakið og eru þeir að taka þátt í keppni B-liði í fyrsta skipti síðan tímabilið 2004-2005, þess má til gamans geta að Haukar B urðu einmitt meistarar í fyrsta skiptið það árið.

Þar sem að þetta er fyrsti leikur tímabilsins þá virðist vera sem að sumir menn séu ekki alveg búnir að kveikja á alvörunni og einhverja hluta vegna gleymdu þeir að taka helgina frá og eru þar af leiðandi uppteknir þessa helgina. En það kemur ekki að sök því að æfingarhópur Hauka B hefur verið mjög stór í upphafi tímabilsins. Margar gamlar kempur hafa snúið aftur ásamt því að ný andlit hafa bæst í hópinn.

Hópurinn fyrir fyrstu umferðina er skipaður af ellefu manns sem saman stendur af sex leikmönnun sem tóku þátt í fyrra, tveim sem hafa snúið aftur heim eftir árs útlægð, einum sem hefur tekið skóna fram úr hillunni ásamt tveimur nýliðum.