Tori Ornela semur við Hauka

Bandaríski markvörðurinn Tori Ornela hefur skrifað undir samning um að spila með Haukum í Pepsí deild kvenna í sumar.

Tori, sem er fædd árið 1992, spilaði síðasta sumar með FC Indiana í Women´s Premier Soccer Legaue (WPSL) og var valin leikmaður tímabilsins hjá sínu félagi. Hún spilaði í sömu deild árið 2015 og þá með liði Fresno Freeze.

Áður spilaði Tori í NCAA Division I College með California State University í Bakersfield og var byrjunarliðsmaður frá 2011-2016.

Tori Ornela

Tori hlakkar til að koma til Íslands og spila í Pepsí deildinni gegn sterkustu liðum landsins. ,,Ég er mjög spennt að læra af þeim bestu og bæta minn leik sem leikmaður og liðsfélagi. Ég hef dreymt um spila á hæsta stigi fótboltans frá því ég var lítil stelpa og mér líst virkilega vel á að spila með Haukum í sumar.”

Að sögn Halldórs Jón Garðarssonar, formanns meistaraflokksráðs kvenna hjá Haukum, bindur félagið miklar vonir við Tori. ,,Það má kannski segja að það sé ávallt smá happdrætti þegar teknir eru inn útlendingar eftir að hafa horft á vídeó en hún fær mjög góð meðmæli þannig að við höfum góða trú á því að hún eigi eftir að reynast okkur vel í sumar.”

DSC_0885