Það verður sannkölluð knattspyrnuveisla á Ásvöllum á morgun en þá eiga meistaraflokkar Hauka heimaleiki.
Kl. 14:00 taka strákarnir á móti Víking frá Ólafsvík. Með sigri komast Haukar á ný í 2. sæti 1. deildar en liðsmenn HK skutu sér í annað sætið í gærkvöldi með sigri á toppliði Selfoss.
Haukar eru með 25 stig í 3. sæti aðeins einu stigi frá HK sem er með 26 stig. Hlutskipti Víkings Ó. í sumar er gjörólikt Hauka en þeir eru í botnsæti deildarinnar með aðeins sjö stig en það lið sem er þeim næst er Afturelding en þeir eru með 13 stig.
En stórleikur dagsins er kl. 16:30 þegar stelpurnar mæta ÍBV í leik sem gæti skorið úr um sigurvegara riðilsins. Haukar eru í efsta sæti með 25 stig eftir 10 leiki á meðan ÍBV er með 22 stig eftir 9 leiki. Ef ÍBV vinnur þá fara þær upp fyrir Hauka en með sigri eru Haukar með ágæt forskot á toppi deildarinnar. Það eru aðeins 12 leikir í deildinni og því afar lítið eftir.
Allir á völlinn!!
Áfram Haukar!!
Mynd: Stelpurnar þurfa stuðning allra Haukamanna