Tveir leikir í körfunni í kvöld

Það verður nóg að gera hjá körfuknattleiksfólki í kvöld en bæði lið meistaraflokks spila í kvöld.

Stúlkurnar okkar mæta liði Grindavíkur í Schenker-höllinni og er um svo kallaðan fjögra stiga leik að ræða. Haukar sitja í 5. sæti með 10 stig en Grindavík í því 6. með 8 og geta Haukar aukið bilið á milli liðanna með sigri í kvöld.

Strákarnir halda inn í Kópavog og keppa við heimamenn í Breiðablik. Haukar geta með sigri fært sig nær toppnum en á sama tíma og Haukar og Breiðablik keppa verður bitist um toppsæti 1. deildarinnar þegar Hamar og Valur mætast í Hveragerði. Haukar eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar en Breiðablik í því 6.

Leikur Hauka og Grindavíkur hefst kl. 19:15 í Schenker-höllinni en leikur Hauka og Breiðabliks hefst kl. 18:00 í Smáranum.