Tveir mikilvægir leikir á miðvikudag

Á miðvikudaginn spila meistaraflokkarnir okkar mjög mikilvæga leiki á Ásvöllum. Fyrri leikurinn er leikur hjá stelpunum en þá taka þær á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 18:00. Klukkan 20:00 spila svo strákarnir okkar á móti Stjörnunni og nú er það að duga eða drepast.

Þar sem þetta eru mjög mikilvægir leikir þá er mikilvægt að fólk fjölmenni á þá báða. Við þurfum að ná upp stemningu á Ásvöllum og hvetja okkar lið til sigurs í báðum leikjunum. Mynduð hefur verið trommusveit sem mun sjá til þess að aldrei verði lognmolla í stúkunni. Allir áhorfendur fá klöppur þegar þeir koma inn og við ætlum að vinna leikina bæði á vellinum og í pöllunum.

Fjölmennum á Ásvelli og mætum tímanlega.

ÁFRAM HAUKAR!!