Tveir ungir Haukarar á reynslu hjá Reading

HaukarÍ dag, föstudag fóru tveir ungir Haukarar þeir Þórður Jón Jóhannessson og Aron Jóhann Pétursson til Reading á reynslu.

Þórður Jón er fæddur árið 1995 og lék því með 4.flokki í sumar en lék einnig með 3.flokknum í sumar, hann fór tvívegis til West Ham til reynslu fyrr á þessu ári og lék og æfði þar með unglingaliðum liðsins.

Aron Jóhann Pétursson er hinsvegar fæddur árið 1994 og var því á yngra ári í 3.flokki í sumar og lék einnig með 2.flokknum. 3.flokkurinn sigraði C-riðilinn og fór undanúrslit í Íslandsmótinu.

Aron er líkt og Þórður mjög efnilegur en Aron spilar framar á vellinum en Þórður og gríðarlega teknískur með boltann. Hann er uppalinn á Álftanesi en kom til Hauka fyrir tveimur árum.

Eins og áður var greint frá fóru þeir tvær félagarnir í morgun og munu dvelja í Reading í viku og æfa með unglingaliði félagsins. Við munum að öllum líkindum fá svo ferðasögu frá þeim félögum þegar þeir koma heim.

Við óskum þeim góðs gengis í útlandinu.