Um næstu helgi í tengslum við leiki A-landsliðs karla og kvenna munu öll yngri landsliðs Íslands í handknattleik æfa. Nú þegar er búið að tilkynna 30 manna hóp hjá U-15 ára landsliði karla og 30 manna hóp hjá U-15 ára landsliði kvenna.
Í karlahópnum eru tveir leikmenn frá Haukum, markvörðurinn Gunnar Stefánsson og skyttan Adam Haukur Baumruk. Aftur á móti er einungis einn leikmaður í kvennahópnum frá Haukum en það er skyttan Ragnheiður Sveinsdóttir.
Fyrsta æfingin hjá strákunum er í Mýrinni á laugardaginn klukkan 10:30.
Stelpurnar munu æfa þrisvar um helgina, á laugardaginn klukkan 09:00 til 10:30 í Mýrinni svo aftur sama daga í Laugardalshöll klukkan 12:30 til 14:00 svo á sunnudaginn klukkan 10:00 til 11:30.
Við óskum leikmönnunum til hamingju með það að vera valin í hópana.
Hægt er að sjá karlahópinn með því að smella hér og kvennahópinn hér.