Brynjar Brynjarsson er í brennidepli á Facebook síðu KKÍ.
Brynjar sem er einn efnilegasti leikmaður Hauka frá upphafi stjórnar nú Marshall Community College í bandaríkjunum við góðan orðstír.
Brynjar, sem er 37 ára, lék með Haukum til 16 ára aldurs þegar hann fór til Bandaríkjanna til að spila körfubolta.
Hann kláraði leikmannaferilinn í Bandaríkjunum og að honum loknum fór Brynjar að þjálfa og hefur gengið afar vel hjá honum.
Nánar má lesa um Brynjar og sjá myndskeið á Facebook síðu KKÍ.