Á morgunn laugardag klukkan 16.00 verður sannkallaður stórleikur í bikarkeppni HSÍ. Mætir þá 2fl. karla, Val í íþróttahúsinu að Strandgötu ú 4 liða úrslitum en í boði er úrslitaleikur í laugardalshöll þann 10 mars. Í báðum þessum liðum eru leikmenn sem eru að spila með mfl. liðana. Hjá okkur eru í liðinu m.a. Adam Haukur, Einar Ólafur og Brynjólfur Snær sem hafa verið að spila með mfl. og hjá Val eru m.a. Agnar Smári, Sveinn Aron og Gunnar Malmquist sem hafa verið að spila stórt hlutverk hjá mfl. Vals. Liðin eru í 2 og 4 sæti 1 deildar og munar aðeins á þeim 1 stigi og má því búast við hörkuleik en bæði lið stefna að sjálfsögðu að því að komast á dúkinn í laugardalshöll enda báðir mfl. liðanna dottnir út. Þjálfari Hauka er Einar Jónsson en hjá Val er það núverandi þjálfari mfl. Heimir Ríkharðsson sem er þjálfari. Hvetjum við því allt Haukafólk til að mæta í Strandgötuna á morgunn klukkan 16.00 og hvetja strákana áfram í úrslitaleik í laugardalshöll.