Um helgina spiluðu 3 ungar Haukastelpur sína fyrstu landsleiki þegar U-16 ára landslið Íslands í handbolta spilaði 2 æfingarleiki gegn Færeyjum.
Þetta eru þær Emilía Katrín Matthíasdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Thelma Melsteð. Engin af þeim komst á blað í fyrri leiknum sem endaði með 24-23 sigri Færeyja en í seinni leiknum sem lauk með sigri Íslands 23-21 skoruðu þær allar 2 mörk hver.
Þess má geta að fyrr í sumar skrifuðu allar stelpurnar undir sína fyrstu samninga við Hauka og verða þær hluti af meistaraflokk félagsins á komandi árum.
Haukar óska stelpunum til hamingju með fyrstu leikina og hlakka til að fylgjast með þeim á komandi árum.