Unglingaflokkur karla spilar í dag, sunnudaginn 14. maí kl. 16:00, til úrslita um Íslandsmeistaratitil og leikur gegn KR á Flúðum.
Hægt er að fylgjast með leiknum á youtube rás kkí, með því að ýta hér
Strákarnir spiluðu gegn Breiðablik í undanúrslitum og unnu öruggan 20 stiga sigur og náðu mest 28 stiga forystu í síðari hálfleik. Vörnin var gríðarlega sterk og komust Blikarnir lítið áleiðs í sínum sóknarleik. Haukalið hitti frekar illa í leiknum en það kom ekki að sök þar sem vörnin hélt. Allir 12 leikmenn spiluðu í leiknum og stóðu allir sig vel.
10. flokkur stúlkna spilaði gegn Grindavík í undanúrslitum og tapaði í hörku leik. Stelpurnar sýndu góða baráttu og spiluðu mjög vel í leiknum. Þær voru smá stund í gang og skoruðu lítið í fyrsta leikhluta en eftir að hafa hrist aðeins mesta stressið af sér fór sóknin að ganga betur. Grindavík hélt 3-6 stiga forystu í fyrri hálfleik en í þeim síðari náðu Haukastelpurnar að jafna leikinn og er síðasti leikhluti var að byrja þá var staðan jöfn, 37-37. Grindvíkingar voru sterkari í þeim fjórða og tapaðist leikurinn með 7 stigum, 51-44. Stelpurnar geta borið höfuðið hátt eftir leikinn.