Unglingaflokkur kvenna tapaði nokkuð stórt á móti gríðarlega sterku lið Keflavíkur í úrslitum bikarsins á sunnudaginn.
Ljóst var að róðurinn yrði mjög erfiður þar sem í liðið vantaði tvo lykilmenn. Sylvía hafði brotnað á fingri í úrslitum stúlknaflokks á föstudgskvöldinu og að auki vantaði Ingu Rún sem hafði slitið krossband í hné fyrr í mánuðnum.
Stelpurnar byrjuð ágætlega og jafnt var undir lok fyrsta leikhluta, 16-16 en eftir það náðu Keflvíkingar um 10 stiga forskoti sem þær bættu svo við jafnt og þétt.
Leikurinn tapaðist með 30 stigum, 57-87. Stelpurnar lögðu sig fram allan leikinn en það vantaði augljóslega skorara í sóknina og munaði mikið um Sylvíu og Ingu í þessum leik.
Við óskum Keflavíkur stúlkum til hamingju með verðskuldaðan bikarmeistaratitil.