Unglingaflokkur karla sem ekki hafði tapað leik steinlá gegn Keflavík á Ásvöllum fyrr í kvöld.
Keflavík gerði út um leikinn í þriðja leikhluta þegar þeir 30 stig gegn aðeins 11 stigum Hauka og unnu á endanum 76-109.
Helgi Einarsson var stigahæstur Haukamanna með 30 stig og 6 fráköst.
„Þeir fóru illa með okkur í kvöld.” sagði Emil Örn Sigurðarson, þjálfari, eftir leikinn. „Keflavík er með hörku lið og spiluðu hreinlega betur en við í dag” bætti hann við en A-landsliðsmennirnir Hörður Vilhjálmsson og Sigurður Þorsteinsson voru með liði Keflavíkur í kvöld. „Siggi er trölli vaxinn og það er erfitt fyrir lið sem er nánast einungis með bakverði að stöðva svona stóran strák.” en Sigurður var Haukum erfiður í kvöld með 25 stig og 14 fráköst og Hörður var með 23 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar og var því nálægt þrefaldri tvennu.
Stigaskor Hauka:
Helgi 30 stig.
Arnar Hólm 18 stig
Birkir 8 stig
Haukur og Emil 6 stig
Gunnar og Kristinn R. 3 stig
Kristinn M. 2 stig.
Mynd: Helgi Einarsson var öflugur í liði Hauka í kvöld – Arnar Freyr Magnússon