Uppskeruhátíð yngri flokka í handknattleiksdeild Hauka fór fram á Ásvöllum miðvikudaginn 18. maí s.l. Fjölmennt var á hátíðinni og mættu þar rúmlega 500 manns til að samgleðjast með handboltafólki framtíðarinnar og frábærum árangri þeirra á starfsárinu. Í lok uppskeruhátíðarinnar var síðan boðið upp á pylsu (pulsu) veislu í boði GOÐA og er þeim færðar okkar bestu þakkir fyrir veittan stuðning.
Árángur Hauka á Íslandsmótinu hjá HSÍ á leikárinu 2010-2011 var frábær. Haukar voru með 5 lið á verðlaunapalli í lok starfsársins og en hann er:
Íslandsmeistarar í 2 flokki karla eftir sigur á Akureyri
Íslandsmeistarar í 3 flokki kvenna (unglingaflokki) eftir sigur á HK
Annað sæti (silfur) í 5 flokki karla á eldra ári.
Annað sæti (silfur) í 6 flokki karla á eldra ári
Þriðja sæti(brons) í 6 flokki kvenna á yngra ári
Auk þessa góða árangurs þá komust nokkrir aðrir flokkar í 4-2 flokki bæði karla og kvenna í úrslitakeppnina, auk þess sem 4 flokkur kvenna í B-2 varð deildarmeistari í sínum riðli.
Á uppskeruhátiðinni voru veittar viðurkenningar til þeirra sem þóttu skara framúr í hverjum flokki skipt eftir aldri.Það er ekki auðvelt mál fyrir þjálfara flokkana að þurfa að velja úr um í stórum og efnilegum hópi iðkenda og þurfa að gera upp á milli efnilegra krakka í handbolta.
Allir iðkendur í 8 og 7 flokki fengu verðlaunapening. Þeir sem voru í þessum flokkum en voru ekki á hátíðinn geta sótt sinn verðlaunapening til íþróttastjóra Hauka.
Hægt er að skoða myndir af uppskeruhátíðinni með því að smella hér.
Val þjálfarana fyrir starfsárið 2010-2011 var eftirfarandi.
6 flokkur karla yngra ár
Óskar Aron Ólafsson
Kjartan Matthías Antonsson
Jónas Eyjólfur Jónasson
6 flokkur karla eldra ár.
Hjörtur Ingi Halldórsson
Viktor Aron Adolfsson
Andri Scheving
6 flokkur kvenna yngra ár.
Alexandra Jóhannsdóttir
Helga Rós Arnardóttir
6 flokkur kvenna eldra ár.
Birta Lind Jóhannsdóttir
Ellen Björg Karlsdóttir
Jenný Guðmundsdóttir
5 flokkur karla yngra ár.
Brent Ymanuell M
Einar Ólafur Valdimarsson
5 flokkur karla eldra ár.
Egill Ö. Egilsson
Bjarki R. Sigurðsson
Davíð Reynisson
Þórarinn Traustason
5 flokkur kvenna yngra ár.
Kolbrún Emma Björnsdóttir
Ragna Sól Ágústsdóttir
5 flokkur kvenna eldra ár.
Anna Lillian Þrastardóttir
Sigríður Jónsdóttir
4 flokkur karla yngra ár.
Auðunn Sigurvinsson
Leonhard Þorgeir Harðarson
4 flokkur karla eldra ár.
Egill Aaron Ægisson
Ólafur Gíslason
4 flokkur kvenna yngra ár.
Elín Birta Pálsdóttir
Halla Líf Hjálmarsdóttir
4 flokkur kvenna eldra ár.
Anna Sólveig Snorradóttir
Vilborg Pétursdóttir
Maður flokksins – Ragnheiður Ragnarsdóttir
3 flokkur karla yngra ár.
Sigurður Njálsson
Adam Baumruk
3 flokkur karla eldra ár.
Arnar Ingi Guðmundsson
Egill Eiríksson
3 flokkur kvenna (unglingaflokkur) yngsta ár.
Ragnheiður Sveinsdóttir
Sóldögg Stefánsdóttir
3 flokkur kvenna (unglingaflokkur) mið ár
Viktoría Valdimarsdóttir
Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
3 flokkur kvenna (unglingaflokkur) elsta ár.
Karen Helga Sigurjónsdóttir
Elsa Björg Árnadóttir
2 flokkur karla.
Stefán Rafn Sigurmansson
Heimir Óli Heimisson