Uppskeruhátíð yngri flokka Hauka

Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar Hauka var haldin í gær.  Flokkaskipti hafa nú þegar átt sér stað og héldu vissir flokkar sérstakar hátíðir en markmiðið með gærdeginum var að hittast og þétta raðirnar enn frekar.

Iðkendur fengu viðurkenningarskjal og gott fótboltasumar gert upp.

Ágúst Sindri Karlsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, fór yfir framtíðarsýn félagsins varðandi byggingu knatthúss og stúku en nú þegar er starfandi nefnd á vegum bæjarfélagsins og Hauka vegna þeirrar uppbyggingar. Markmið Hauka er að knatthús verði risið á Ásvöllum fyrir 90 ára afmæli félagsins þann 12. apríl 2021.

Áfram Haukar. Félagið mitt.