Meistaraflokkur karla í handbolta er kominn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum. Í úrslitunum mæta þeir Val, sem vann ÍBV í sínu einvígi, og fer fyrri leikurinn fram næsta þriðjudag, 15, júní, kl. 19:30 í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Seinni leikurinn fer fram á Ásvöllum föstudaginn 18. júní kl. 19:30 þar sem Íslandsmeistaratitilinn fer á loft.
Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna til þess að styðja strákana í baráttunni en miðasala fyrir fyrri leikinn fer fram á miðasöluappinu Stubbur og þarf því allt Haukafólk að kaupa sér miða þar og gera það tímanlega til að tryggja miðann sinn. Hér á myndinni að neðan má sjá svæðisskipulag fyrir leikinn. Varðandi miðasölu fyrir seinni leikinn koma meiri upplýsingar um það í vikunni.
Haukafólk er hvatt til að fjölmenna og láta í sér heyra svo að við náum að koma bikarnum á Ásvelli. Áfram Haukar!