Á dögunum voru formanna skipti í hkd. Hauka þegar Sigurjón Bjarnason tók við af Valdimari Óskarssyni sem hefur starfað sem formaður deildarinnar frá árinu 2010. Sigurjón hefur lengi unnið sjálfboðaliðastörf fyrir hkd. Hauka bæði í barna og unglingaráði, stjórn deildarinnar og nú síðast sem varaformaður. Jafnframt mun Þorgeir Haraldsson gegna hlutverki varaformanns hkd. Hauka.
„Ég vil þakka öllu Haukafólki fyrir samstarfið síðastliðin ár. Þetta hefur verið ákaflega skemmtilegur tími og gott til þess að vita að Haukar eigi dugmikið fólk til að leiða starfið áfram,“ segir Valdimar Óskarsson fráfarandi formaður hkd. Hauka.
Stjórn handknattleiksdeildar Hauka býður Sigurjón Bjarnason velkominn til starfa og á sama tíma þakkar hún Valdimari Óskarssyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Með kveðju
Stjórn Handknattleiksdeildar