Valsmenn jöfnuðu metin

HaukarÍ kvöld heimsóttu Haukar, Valsmenn heim að Hlíðarenda í öðrum leik úrslitarimmunar um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar sigruðu fyrsta leikinn örugglega og var því mikilvægt fyrir Valsmenn að ná sigri í dag en það lið sem sigrar fyrst þrjá leiki verður Íslandsmeistarar.

 

Það var gríðarleg stemming í Vodafonehöllinni og vel var mætt á völlinn þó alltaf megi gera betur. Gunnar Berg Viktorsson skoraði fyrsta mark leiksins úr víti og Andri Stefan kom Haukum svo aftur yfir í stöðunni 2-1. En þá lifnuðu heimamenn við sér og komust yfir og héldu því lengi vel. Valsmenn komust mest fjórum mörkum yfir 8-4 og 9-5 en þá kom góður kafli hjá Haukum og náðu þeir að breyta stöðunni í 10-8. Staðan í hálfleik var hinsvegar 11-9.

Seinni hálfleikurinn spilaðist eins og sá fyrri, Valsmenn voru með yfirhöndina og komust til að mynda í 21-17 þegar einungis átta mínútur voru eftir af leiknum. Og þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir voru Valsmenn með fimm marka forskot 24-19 en þá sögðu Haukarnir hingað og ekki lengra og skoruðu fimm mörk í röð og jöfnuðu leikinn, 24-24 og þannig endaði leikurinn. Það var því framlengt.

Í fyrri hálfleik framlengingar var jafnt á öllum tölum en þegar fyrri hálfleikurinn var úti voru Valsmenn með eins marks forskot 28-27. En seinni hálfleikurinn var Valsmanna því þar skoruðu þeir fjögur mörk gegn tveimur mörkum Hauka og lokastaðan því 32-29 Valsmönnum í vil.

Staðan í viðureigninni er því orðin jöfn 1-1 og næsti leikur er á Ásvöllum á laugardaginn.  Sigurbergur Sveinsson var markahæstur hjá Haukum með 10 mörk en þar af skoraði hann þrjú mörk í fyrri hálfleik í framlengingunni. Gunnar Berg var næstur honum með 7 mörk. Andri Stefan og Elías Már voru með þrjú mörk en þeir Stefán Rafn Sigurmannsson, Arnar Jón Agnarsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu tvö mörk.