Mikilvægur leikur er hjá strákunum á fimmtudaginn er þeir heimsækja topplið Vals að Hlíðarenda kl. 19:30.
Haukar geta með sigri náð að komast uppí fjórða sætið í Olís deildinni og jafnað FH að stigum og sett mikla pressu á ÍR í þriðja sætinu. Strákarnir hafa verið að spila vel í síðustu leikjum og vantaði aðeins herslumuninn að ná mikilvægum sigri í Eyjum í síðustu umferð, en ÍBV náði jafntefli með jöfnunar marki undir lok leiksins.
Hauka strákarnir hafa verið öflugir eftir landsleikjafríið og hafa ekki tapað leik í síðustu 7 leikjum, 5 sigrar og tvö jafntefli. Þeir hafa verið að skríða jafnt og þétt upp töfluna og eru núna að setja mikla pressu á að ná heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Það er því mikilvægt að Haukafólk sýni stuðning í næstu leikjum og næsti leikur er stórleikur í Vodafone höllinni. Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta að Hlíðarenda og hjálpa strákunum að ná í mikilvægan sigur.