Á laugardaginn verður nóg að gera á Ásvöllum. Þá fara fram tveir leikir og er annar þeirra landsleikur karla í handbolta.
Klukkan 14:00 á laugardaginn tekur íslenska landsliðið í handbolta á móti landsliði Ungverja á Ásvöllum. Liðin leika á föstudaginn klukkan 20:00 í Laugardalshöll og verður þetta því annar æfingaleikur liðanna á jafnmörgum dögum.
Veislan heldur svo áfram klukkan 16:15 en þá taka stelpurnar okkar á móti Gróttu í N1 deild kvenna. Fyrir leikinn eru Haukastelpur í 5. sæti deildarinnar með 6 stig (hafa unnið þrjá leiki en tapaði tveimur) og Gróttustelpur í 4. sæti með 7 stig (Hafa sigrað þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum). Þetta verður því að öllum líkindum hörkuleikur.
Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og hvetja fyrst Ísland og svo Haukastelpurnar.