Vel heppnaður Haukadagur

Það var mikil gleði á Haukadeginum!Fjölskyldudagur Hauka var haldinn hátíðlega síðasta laugardag og heppnaðist hátíðin afar vel. Fjölmargir mættu til að taka þátt í deginum enda margt á boðstólnum. Allar deildir félagsins voru með kynningarstarf, hægt var að ná sér í N1 kort, skrá sig í Hauka í horni og fá sér pylsur og vöfflur.

Í salnum voru krakkarnir á fullu eins og þeirra er von og vísa. Krakkarnir kynntu sér hinar ýmsu íþróttargreinar í allskonar æfingum sem þjálfarar deildanna buðu upp á. Að sjálfsögðu var skellt í létta keppni og tími tekinn á hraða iðkenda í gegnum brautirnar ásamt því að hægt var að mæla hversu hratt maður sparkaði eða henti bolta.

Á deginum mátti sjá fullt af góðu íþróttafólki bæði núverandi og fyrrverandi og mættu þjálfarar félagsins einnig til að leiðbeina yngri kynslóðinni í þrautum. Á svona degi er svo gaman að sjá að allir eru tilbúnir að standa saman til að gera góðan dag enn betri.

Allar upplýsingar um æfingatöflur og æfingagjöld er að finna á heimasíðunni okkar – einnig viljum við biðja forráðamenn að vera vakandi yfir töflubreytingum því við erum enn að púsla saman þannig að henti sem flestum.

Myndir frá deginum eru hér að neðan!