Viðtal við Díönu Guðjónsdóttur

Við tókum einnig Díönu á létt spjall og hér að neðan má sjá viðtal við hana.

Jæja Díana, fyrsta spurningin hlýtur að vera einföld. Hvernig er að vera komin í Haukana?
Mér líður mjög vel hérna en væri til í að breyta sumu en gef upp seinna hvað það er. Þetta er allt í rétta átt.
Nú er liðið í 5. sæti með 8 stig eftir 8 leiki, 7 stigum á eftir toppliðinu Stjörnunni. Er þetta sá árangur sem þú áttir von á í upphafi?
Það eru alltaf breytingar með nýjum þjálfara en miðað við hvað þetta er reynslumikið lið þá er þetta ekki það sem við viljum. Við erum búnar að tapa 3 leikjum með 2 mörkum og einum leik með 1 marki. Þetta eru hlutir sem við ætlum að laga í næstu umferð.
Hvað hefur ollið þér mestum vonbrigðum það sem af er vetri?
Hvað við erum með alltof mikið af töpuðum boltum og síðan vil ég fá að sjá skytturnar mínar skjóta meira af 9m. 
Er eitthvað sem kemur þér á óvart í N1 deildinni?
Nei í sjálfum sér ekki. Fram hefur gefið sér tíma að byggja upp og er að skila frábæru liði núna. 
Nú er kominn stór styrktaraðili á deildina og mikill metnaður virðist vera í gangi hjá HSÍ og N1 um að gera sem best fyrir íþróttina. Finnst þér þetta vera að skila árangri, t.d. í áhorfendasókn og finnst þér jafnmikið horft til kvennaboltans eins og karlaboltans?
Nei það er langt frá því að þetta skili sér í kvennaboltan en hverjum er um þar að kenna, held ég að sjálf liðin þurfi að skoða sitt starf þar. Það er samt t.d. mjög gaman að sjá umgjörðina hjá Fram og hvað það eru margir sem mæta á leiki hjá þeim greinilega verið að gera rétt þar.
Hvað finnst þér vanta í umgjörðina á deildinni?
Það er mjög margt og hefur kannski umgjörðin á okkar heimaleikjum ekki verið til fyrirmyndar en sem betur fer mun það vonandi lagast núna með góðu fólki sem er komið inn í þetta hjá okkur. 
Í mörgum viðtölum er spurt: ef þú værir forseti í einn dag hverju myndir þú breyta. En við ætlum að spyrja þig: Ef þú værir formaður HSÍ í einn dag, hverjum myndir þú breyta?
Ég myndi byrja á að ráða inn markaðsfulltrúa til að koma á betri kynningu á handboltan. Síðan hef ég margar hugmyndir sem ekki eru gefnar upp hér.
En svo við snúum okkur að stórleiknum sem er á sunnudaginn. Hvernig leggst bikarleikurinn við Stjörnuna í þig?
Bara mjög vel. Leikir leggjast yfirleitt mjög vel í mig. Ef við mætum einbeittar og með rétt hugarfar í leikinn þá spyrjum við að leikslokum
Nú er það staðreynd að liðin sem eru neðar í deildinni stríða oft liðunum sem eru ofar þegar komið er í bikarleiki. Er það ætlunin fyrir fimmtudaginn?
Já ekki spurning
Einn bikar, meistarar meistaranna, er kominn í hús. Verða þeir fleiri í vetur?
Á ekki vona á öðru
Er eitthvað sem Díana vill koma á framfæri til stuðningsmanna Hauka og annarra sem lesa síðuna okkar?
Já ég væri til í að sjá fleirri á leikjum hjá okkur því það er nokkuð ljóst að áhorfendur geta skipt sköpum á leikjum.
Takk fyrir mig

 Við þökkum Díönu kærlega fyrir þetta og vonum að nú fari hlutirnir að ganga í rétta átt hjá okkur stelpum.