Viðurkenningarhátíð Hauka á gamlársdag 2024

Um áramót héldu Haukar sína árlegu viðurkenningarhátíð þar sem við veitum okkar góða íþróttafólki viðurkenningar og tilnefndum einstaklinga í kjöri um íþróttakonu Hauka, íþróttakarls Hauka og þjálfara Hauka árið 2024. Viðurkenningarhátíðin var vel sótt og margir fögnuðu góðum árangri á árinu 2024.
Elín Klara Þorkelsdóttir, handknattleikskona, var kjörin íþróttakona Hauka, Gunnlaugur Sigurðsson, karate, var kjörinn íþróttakarl Hauka og Hörður Bjarnar Hallmarsson, knattspyrnudeild, var kjörin þjálfari Hauka 2024.
Að auki fengu fjölmargir aðrir einstaklingar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu. Knattspyrnufélagið Haukar færir ykkur öllum hamingjuóskir með góðan árangur og væntir þess að árið 2025 verði ykkur farsælt.
Knattspyrnufélagið Haukar óskar iðkendum félagsins, þjálfurum og starfsfólki sem og Haukafjölskyldunni allri gleðilegs árs með þökk fyrir árið 2024.
Áfram Haukar.