Vienna Behnke er knattspyrnukona Hauka árið 2020 og Kristófer Dan Þórðarson er knattspyrnukarl Hauka árið 2020 en stjórnarfólk knattspyrnudeildar kemur að valinu.
Vienna hefur verið ein af lykilleikmönnum meistaraflokks kvenna í sumar, spilaði 17 leiki og skoraði 11 mörk en hún skrifaði nýlega undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka og mun hún spila með Haukum í Lengjudeildinni sumarið 2021. Auk þess að vera frábær leikmaður þá hefur Vienna smellpassað inn í Haukafjölskylduna gefur mikið af sér innan og utan vallar.
Kristófer Dan Þórðarson er knattsprnukarl Hauka árið 2020. Kristófer Dan spilaði afar vel í sumar, spilaði 20 leiki og skoraði í þeim fimm mörk og auk þess að eiga margar stoðsendingar. Kristófer er aðeins 20 að aldri og hefur stimplað sig mjög vel inní liðið og er orðinn einn af lykilmönnum liðsins.
Best- og efnilegust í meistaraflokki kvenna
Leikmenn meistaraflokks kvenna kusu Chanté Sherese Sandiford sem besta leikmann liðsins. Chanté sýndi það svo sannarlega á vellinum að hún er gríðarlega efnileg sem markmaður og var valin í úrvalslið Lengjudeildarinnar. Chanté hefur einnig leitt liðið sem fyrirliði og staðið sig vel í þvi hlutverki.
Leikmenn meistaraflokks kvenna kusu Mikaelu Nótt Pétursdóttur sem efnilegasta leikmann liðsins. Mikaela er aðeins 16 ára gömul og spilar eins og klettur í vörninni. Þrátt fyrir ungan aldur er Mikaela ein af lykil leikmönnumliðsins en hún var einnig valin í úrvalslið Lengjudeildarinnar eftir síðasta tímabil.
Besti- og efnilegasti í meistraraflokki karla
Leikmenn meistaraflokki karla völdu Kristófer Dan Þórðarson sem besta leikmann liðsins, en Kristófer spilaði afar vel í sumar og í nýju hlutverki. Getur leyst margar stöður á vellinum og sýndi að hann er afar mikilvægur leikmaður liðsins.
Leikmenn meistaraflokki karla völdu Kristófer Jónsson sem efnilegasta leikmann liðsins.
Kristófer Jónsson er 17 ára uppalinn Haukastrákur og fékk stórt hlutverk í sumar sem hann leysti gríðarlega vel. Hins vegar er Kristófer Jónsson búinn að færa sig til Íslandsmeistara Vals eftir að stjórn knattspyrnudeildar samþykkti kauptilboð í hann og óskum við honum velfarnaðar á Hlíðarenda.
Stjórn knattspyrnudeildar óska Viennu, Chanté, Mikaelu, Kristófer Dan og Kristófer Jónsyni innilega til hamingju með viðurkenningarnar.
Áfram Haukar!