Viktoría Diljá Halldórsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Hauka til næstu þriggja ára.
Viktoría er á sjautjánda ári (fædd 2004), og á að baka 3 leiki með u16 og lék tvo deildarleiki með Haukum árið 2019. Viktoría hefur verið að stíga upp úr meiðslum og við hlökkum mikið til að fá hana aftur á völlinn. Viktoria er efnilegur bakvörður, með mikinn hraða og nákvæmar spyrnur.
Stjórn knattspyrnudeildar fagnar mjög nýjum samningi við Viktoríu Diljá.

Viktoría Diljá – Ljósmynd: Hulda Margrét