Viktoría Valdís Guðrúnardóttir hefur gert samning við knattspyrnudeild Hauka og mun spila með meistaraflokki kvenna á komandi sumri í Lengjudeildinni.
Viktoría kemur með mikla reynslu inn í ungt lið Hauka en hún á að baki 153 leiki í meistaraflokki með FH og Stjörnunni. Þá á hún að baki fimm leiki með yngri landsliðum.
Hún hefur ekkert spilað síðustu tvö keppnistímabil þar sem hún eignaðist barn en spilaði 18 leiki með Stjörnunni í Pepsí Max deildinni sumarið 2019.
Knattspyrnufélagið Haukar býður Viktoríu innilega velkomna í félagið.
Ljósm. Hulda Margrét

Viktoría Valdís