Getraunaleikur Hauka er nú orðinn fastur punktur hjá mörgum Haukamönnum. Vorleikur Haukagetrauna hefst á fullum krafti laugardaginn 12 janúar. Öll fylgjumst við með enska boltanum og það eykur enn skemmtunina að taka þátt í spennandi getraunaleik. Fátt er betra en að byrja helgina í getraunakaffi sem er opið alla laugardaga frá 10-13 og hitta félagana, hlusta á kjaftasögur og hitta þjálfara og leikmenn í öllum greinum. Það kostar aðeins kr. 4.000 að taka þátt í leiknum og er glæsilegur ferðavinningur í boði fyrir sigurvegarann. Ekki þarf að kaupa raðir, nema að menn vilji. Rétt er að benda á að Haukamenn hafa unnið nokkur hundruð þúsund í gegnum starfið. Einnig er rétt að benda á að ekki er nauðsynlegt að mæta – það er hægt að senda getraunaraðir með vefpósti á 1×2@haukar.is fyrir lokun getrauna á laugardögum. Sjá nánar reglur http://www.haukar.is/getraunir/reglur .
Marmiðið er að auka stemminguna yfir leikjum dagsins styrkja félagsleg tengsl og skemmta sér. Við skorum á alla Haukara að mæta á laugardaginn – skrá sig til keppni og sanna fyrir öllum hinum að þeir viti meira en aðrir um ensku knattspyrnuna.
Getraunanefndin