Yfirburðar sigur í fyrsta leik

Úr úrslitaleik B liða 2011-2012

Haukar B heimsóttu ÍA B uppá skaga í fyrstu umferð B liða keppni karla í gær og hófu titilvörnina á glæstum 98-54 sigri.

ÍA B reyndu að koma Haukum B úr jafnvægi með því að hefja leikinn með svæðisvörn. Reynslan hjá Haukum lét það ekki á sig fá og voru komnir í 10-4 á upphafs mínútunum.
Með agaðri vörn og mikilli keyrslu í sókninni enduðu Haukar leikhlutann á 11-0 kafla og staðan 29-9 fyrir Hauka eftir fyrsta leikhlutann.

 

Í öðrum leikhluta var stigið aðeins af bensíngjöfinni en vörnin var áfram stíf fyrir og staðan í hálfleik 47-19.

Í hálfleik kom dómari leiksins til Hauka að beiðni ÍA til að athuga hvort þeir mættu bæta við leikmanni á skýrsluna. Óhræddir um að missa niður forustuna leyfðu þeir það, enda ekkert nema prúðmenni í Haukum B.

Í þriðja leikhluta var aftur gefið í þar sem heimamenn réðu ekkert við Svein Ómar Sveinsson undir körfunni og staðan 71-28 fyrir Hauka.

Í fjórða leikhluta voru menn orðnir eitthvað kærulausir og leyfðu ÍA að yfirspila sig 12-4 á fyrstu fjóru mínútunum.
Tók þá Emil Örn Sigurðarson leikhlé og heimtaði að nú skyldu menn girða sig í brók og stefna á að rjúfa hundrað stiga múrinn strax í fyrsta leik, eitthvað sem tókst ekki fyrr en í fimmta leik á seinasta tímabili.
Haukar tóku aldeilis við sér og kláruðu leikinn með 23-12 kafla og voru grátlega nálægt áætlunarverkinu þegar Kristinn Geir Pálsson tók gott þriggja stiga skot með 2 sek. eftir af leiktímanum en boltinn vildi ekki niður.

Glæsilegur 98-54 sigur engu að síður.
Athygli vakti að nánast öll stig Hauka komu undir körfunni og þetta mikla þriggjastigaskyttulið skoraði einungis eina þriggjastigakörfu og það á loka mínútum leiksins.

Stigahæstir hjá Haukum voru Sveinn Ómar Sveinsson með 26 stig, Daníel Örn Árnason með 23 stig og Elvar Steinn Traustason með 18 stig.